Þingmálaskráin og áhyggjur ferðaþjónustunnar af auknum álögum
Forseti Alþingis sagði við þingsetningu í dag að þingmenn þyrftu að leggjast á eitt til að tryggja skilvirk þingstörf.
Meðal 157 mála í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, eru auknar álögur á ferðaþjónustu - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir skatttekjur af greininni þegar gríðarlegar.
Sex voru drepnir í loftárás Ísraels á Doha, höfuðborg Katar, í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásirnar.
Samninganefndir Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambandsins funda aftur með stjórnendum Alcoa Fjarðaráls vegna kjaramála starfsmanna álversins. Talsmaður fagfélaganna segir komið að ögurstund í kjaraviðræðunum.
Bíræfinn handritaþjófur náði að komast yfir handrit að bók sem Forlagið gefur út í vikunni. Hann sendir pósta undir nafni Filippos Bernardinis sem rataði í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum.