Sleppt úr gæsluvarðhaldi og sett í farbann, þjóðarmorð Ísraela.
Kona sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í sumar hefur verið úrskurðuð í 12 vikna farbann. Farsímar fjölskyldunnar reyndust vera tómir þegar leitað var eftir gögnum.
Varaforseti framkvæmdastjórnar ESB segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gaza og gagnrýnir aðgerðaleysi Evrópuríkja.
Brýnt er að stofna nýjan sérskóla fyrir fötluð börn og börn með fjölþættan vanda segir bæjarstjóri Garðabæjar.
Tuttugu og sex ríki eru tilbúin að skuldbinda sig til að veita Úkraínu öryggistryggingu, náist friðarsamningar við Rússland.
Nær fjórðungur landsmanna hefur keypt vörur í kínversku netversluninni Shein síðastliðið ár.
Bregðast þarf við fráviki á milli raunverulegs ástands á húsnæði og þess sem er skráð hjá hinu opinbera að mati fjármálaráðherra sem boðar breytingar á lögum um brunatryggingar.
Tjón sveitarfélagsins Norðurþings vegna stöðvunar kísilvers PCC á Bakka er metið á 700 milljónir króna.