Aðalmeðferð í Þorlákshafnarmáli, árás á sjúkrahús á Gaza og heitt vatn á Patreksfirði
Verjendur tveggja yngstu sakborninganna í Þorlákshafnarmálinu segja fátt hafa komið á óvart á fyrsta degi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru þar fyrir dómi ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við dauða manns í mars. Ákæruvaldið sýndi 90 mínútna myndskeið úr öryggismyndavélum og bíl eins sakbornings við meðferðina í dag.
Framkvæmdastjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fordæmir sinnuleysi alþjóðasamfélagsins um stríðið á Gaza. Ísraelsher drap tugi manna í árásum í dag, þar af sex blaðamenn.
Leit að heitu vatni á Patreksfirði bar árangur því um helgina fannst um fjörutíu gráðu heitt vatn. Vatnið er talið nógu mikið til að kynda hitaveituna á Patreksfirði.
Enn er óljóst hvað veldur dauða óvenju margra dúfna í Vestmannaeyjum. Yfirdýralæknir hjá MAST segir stofnuninni ekki hafa borist upplýsingar um hversu margar dúfur hafi fundist dauðar