Geislameðferðir, undanþágur frá refsiaðgerðum, Gaza, þingveturinn framundan, svindlað á brúðhjónum, Trektarbók Snorra-Eddu
Kona sem berst við krabbamein í vélinda fær ekki að fara í geislameðferð á morgun þar sem ekki er starfsfólk á geislameðferðardeild Landspítalans til að taka á móti henni.
Utanríkisráðherra telur ekki tímabært að tjá sig um undanþágur Vélfags frá viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við rússneskt fyrirtæki. Málið sé viðkvæmt.
Fimm hafa látist úr hungri á Gaza síðasta sólarhring. Á þriðja tug ríkja kalla eftir því að Ísraelsstjórn veiti alþjóðlegum hjálparstofnunum aðgang að Gaza að nýju.
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vera með þétta þingmálaskrá fyrir þingveturinn. Hún segir átök eðlilegan hluta stjórnmála en vonar að hægt verði að eiga uppbyggilegt samtal á Alþingi í vetur.
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa verið dæmd til að endurgreiða 23 milljónir danskra króna fyrir að innheimta ólöglega þóknun fyrir giftingar.
Og næstu þrjá mánuði verður hægt að sjá Trektarbók, eitt fjögurra meginhandrita Snorra-Eddu - hér á landi, í fyrsta sinn í fjögurhundruð ár.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson