Guterres um Ísrael og Palestínu, innflytjendamál, Trump og Stermer, vopnahlé, gróðureldar, gos og barneignir í Kína
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Gaza vera komið að þolmörkum og nauðsynlegt að þrýsta á um tveggja ríkja lausn milli Ísraels og Palestínu.
Aukafundur um stöðu innflytjendamála var haldinn í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar í liðinni viku. Tilefnið var ferð öfgahóps í miðborgina um næstliðna helgi.
Bandaríkjaforseti segir það rangt að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hafi greint honum frá því að nafn hans væri í Epstein-skjölunum svokölluðu. Hann hafi aldrei farið á einkaeyju kynferðisafbrotamannsins, þrátt fyrir boð.
Skilyrðislaust vopnahlé milli Taílands og Kambódíu gekk í gildi fyrir stundu, eftir fimm daga átök.
Slökkviliðsmenn í Tyrklandi berjast enn við gróðurelda í miklum hita. Vindur magnar eldana og torveldar slökkvistarf.
Kínversk stjórnvöld ætla að bjóða foreldrum í landinu peningastyrk til að vinna gegn færri fæðingum og fólksfækkun.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir og Ævar Örn Jósepsson