Stríð í Úkraínu, mannskæðar árásir Ísraelshers, aukin samvinna Íslands og ESB, þúsundir Afgana til Bretlands og loftslagsvá á Torres-sundi
Rússar hafa aukið hergagnaframleiðslu sína mikið síðastliðið ár og geta því sent tífalt fleiri dróna til Úkraínu en á sama tíma í fyrra. Síðasti mánuður var sá mannskæðasti í Úkraínu í þrjú ár .
Ísraelsher hefur drepið tugi Palestínumanna með árásum á Gazaborg í dag, og einnig gert mannskæðar árásir á Líbanon og Sýrland.
Ísland og Evrópusambandið undirrituðu í dag samkomulag um aukna samvinnu um sjálfbærar fiskveiðar og málefni hafsins. Atvinnuvegaráðherra ræddi einnig verndun og velferð hvala við fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB.
Ástralska stjórnin ber ekki ábyrgð á verndun eyja í Torres-sundi fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Þetta er niðurstaða áfrýjunarréttar. Leiðtogar þjóðflokka á eyjunum eru miður sín yfir úrskurðinum.