Ástand á Alþingi, Gaza, slys í Lágafellslaug, lögreglurannsókn og Trump boðar nýja tolla
Ekki liggur fyrir hvert framhald starfa verður á Alþingi eftir yfirlýsingu forsætisráðherra í morgun um fordæmalaust ástand þar. Fundur formanna allra flokka hófst klukkan fimm, þar sem gerð verður lokatilraun til að ná samkomulagi um þinglok.
Átta börn eru meðal fimmtán sem létust í loftárás Ísraelshers á fólk sem stóð í röð og beið heilbrigðisþjónustu og úthlutunar fæðubótarefna frá bandarískri hjálparstofnun á Gaza í dag
Óskað var eftir aðkomu lögreglu vegna alvarlegs slyss í Lágafellslaug á sunnudag. Óháð úttekt verður gerð á votrýmum laugarinnar til að tryggja öryggi gesta
Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er enn í gangi - en vatnshæð og rafleiðni fara lækkandi.
Bandaríkjaforseti hyggst leggja fimmtíu prósenta innflutningstolla á vörur frá Brasilíu. Forseti Brasilíu ætlar að svara í sömu mynt.
Umsjón: Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Ævar Örn Jósepsson