Ræðismanni refsað, kvikmyndapróf án viðurkenningar, Hvammsvirkjun, jökulhlaup og kjarnorkukafbátur í Hvalfirði
Alexander Moshensky, sem var kjörræðismaður Íslands í Belarús þar til nýlega, verður beittur efnahagslegum refsiaðgerðum í Póllandi. Þetta er gert að frumkvæði skattayfirvalda þar í landi.
Nemendur sem útskrifuðust úr Kvikmyndaskóla Íslands frá því í desember 2022 og þar til hann varð gjaldþrota í maí eru með prófskírteini frá skóla án formlegrar viðurkenningar.
Formaður Náttúrugriða segir það óábyrgt af umhverfisráðherra að fullyrða að Hvammsvirkjun verði reist þrátt fyrir dóm hæstaréttar sem felldi virkjunarleyfið úr gildi.
Ný flóðavöktunarstöð í Leirá syðri sýndi fyrstu merki um að hlaup væri hafið úr Mýrdalsjökli. Hlaupið er lítið en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála.
Umsjón: Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Védís Kalmansdóttir
Formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga varar við því að Ísland taki þátt í hervæðingu Norðurslóða með því að leyfa kjarnorkuknúnum kafbátum að leggjast hér við bryggju.
Dettifoss, flutningaskip Eimskips, varð vélarvana á milli Grænlands og Íslands. Varðskipið Freyja er á leið til aðstoðar.