Allt er í hnút á Alþingi og alls óvíst hvenær hægt verður að slíta þingi. Umræðan um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar stendur enn og er nú orðin næstlengsta umræðan á þingi frá 1991.
Verkefnisstjóri Hvammsvirkjunar segir allar undirbúningsframkvæmdir sem eiga sér stað við svæði Hvammsvirkjunar í samræmi við framkvæmdaleyfi frá sveitarfélögunum. Íbúar á svæðinu kvarta undan sprengingum sem trufla hesta.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk tvo menn með hnífi á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt.
Innan Evrópusambandsins er verið að skoða breytingar á reglum um réttindi flugfarþega. Evrópuþingið leggur til að bannað verði að krefjast aukagjalds fyrir handfarangur.
Tveir rússneskir embættismenn tengdir samgöngukerfi landsins létu lífið í dag. Andlát þeirra vekur spurningar, enda var mikið ólag á samgöngumálum um helgina.