Forsætisráðherra segir ekki langt í land við að ná samningum um þinglok þótt ríkisstjórnin leggi áherslu á veiðigjaldið. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir minnihlutann ekki geta samþykkt það í núverandi mynd og næstu sólarhringar skeri úr um málalok.
Framkvæmdir við Nýja Landspítalann gengu ekki jafn hratt og vonast var til. Þetta segir framkvæmdastjóri spítalans. Tafir megi rekja til flækjustigs byggingarinnar og umfangs verkefnisins.
Hátt hlutfall innflytjenda í íslenskum skólum hefur ekki neikvæð áhrif á árangur innfæddra, samkvæmt nýlegri skýrslu OECD. Þar kemur einnig fram að frammistaða 15 ára hafi versnað, sérstaklega í lesskilningi, og Ísland sé nú verulega undir meðaltali OECD.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna sakar stjórnvöld um að sýna flugmönnum Landhelgisgæslunnar virðingarleysi. Fimm ár eru síðan