Fjölskylda Jóns Þrastar treystir írsku lögreglunni og reynt að semja um þinglok
Írska lögreglan telur að svarið við hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir sex árum, sé að finna hér á landi. Bróðir Jóns segir traust fjölskyldunnar til rannsóknarinnar hafa aukist.
Þingfundi var frestað í fjórgang í dag - formenn þingflokka freista þess að komast að samkomulagi um þinglok. Fyrrverandi forseti Alþingis segir Alþingi í vanda.
Ársverðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða. Fjármálaráðherra segir tölurnar vonbrigði og að ákveðnar vísbendingar séu um undirliggjandi vandamál sem þurfi að leysa.
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að einstakir alríkisdómarar geti ekki sett lögbann á forsetatilskipanir á landsvísu. Gildistöku þó-nokkurra tilskipana hefur verið frestað með lögbanni.
Íslendingar snúa vörn í sókn gegn lúsmýinu. Sala á vörum við og gegn lúsmýbiti hefur tvöfaldast milli ára.