18 ára dómur, vararíkissaksóknari um aðstoðarríkislögreglustjórastöðu og flugslys á Indlandi
Landsréttur staðfesti í dag átján ára fangelsisdóm yfir konu fyrir að verða sex ára syni sínum að bana, og tilraun til að svipta annað barn sitt lífi í Kópavogi í fyrra. Þetta er þyngsti dómur yfir konu í meira en öld.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir að honum standi til boða embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, Hann hefur ekki ákveðið hvort hann tekur því boði.
Einn farþegi komst lífs af þegar farþegaflugvél brotlenti skömmu eftir flugtak á Indlandi í morgun. Minnst 290 létust, en vélin hrapaði á íbúðabyggð.
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir Írani hafa brotið skilmála alþjóðasáttmála um kjarnorkuvopn.
Óvíst er hvort hægt verði að halda úti eðlilegu leikskólastarfi í Ægisborg í Reykjavík í haust eftir að mygla fannst þar.
Kjötvinnsla B. Jensen á Akureyri verður framvegis rekin af Kjarnafæði-Norðlenska, dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga. Verslun B. Jensen verður lokað á morgun eftir 27 ár.
Þríhliða öryggissamningur Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu er í uppnámi. Íslenska utanríkisráðuneytið býst ekki við breytingum á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna.