Samskipti Víðis við Útlendingastofnun og fötluð börn fá ekki skólavist
Forstjóri Útlendingastofnunar vildi staðfestingu á því frá formanni allsherjar- og menntamálanefndar að sautján ára gamall kólumbískur drengur fengi íslenskan ríkisborgararétt. Annars yrði að gæta jafnræðis og fresta brottflutningi átján annarra sem einnig hefðu sótt um ríkisborgararétt en ætti að flytja úr landi og slíkt væri fordæmisgefandi.
Veðurstofan hefur gefið út viðvörun um skriðuhættu og vatnavexti á norðan- og austanverðu landinu, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir mestu hættuna verða á Norðurlandi næstu tvo sólarhringa.
Skólavist í framhaldsskóla fyrir fleiri en 20 börn næsta vetur hefur ekki verið tryggð. Móðir einhverfs drengs segir brotið á grunnrétti barna til náms.
Annar félagi tónlistartvíeykisins ClubDub er hættur í sveitinni.
Leikur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gegn sterku liði Frakklands er að hefjast á Laugardalsvelli.