Norðanhvellur og óvissustig, Oscar Florez ekki fluttur úr landi
Fólki er ráðið frá ferðalögum á meðan norðanáhlaup gengur yfir landið. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi.
Allt bendir til þess að Alþingi veiti Oscari Flores, 17 ára kólumbískum dreng ríkisborgararétt segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Brottflutningi hans var frestað í dag.
Samfylkingin mælist enn stærst í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og er yfir þrjátíu prósentum. Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki mælst minna frá því að þjóðarpúlsinn hóf göngu sína fyrir þrjátíu og þremur árum.
Egypskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir hatursglæp eftir að hann varpaði molotov-sprengju að hópi fólks í Colorado í Bandaríkjunum. Það var saman komið til að krefjast frelsunar ísraelskra gísla sem eru í haldi Hamas-samtakanna á Gaza.