Táningsstúlka gripin með lífshættulegt efni og markaðir vestanhafs taka dýfu
Stúlka á táningsaldri er sakborningur í risastóru fíkniefnamáli sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því hversu umfangsmikil skipulögð brotastarfsemi er orðin hér á landi.
Annan daginn í röð eftir að Bandaríkjaforseti kynnti innflutningstolla gegn nánast öllum ríkjum heims tóku hlutabréf vestanhafs dýfu. Dow Jones-vísitalan fór niður fyrir fjörutíu þúsund í fyrsta sinn síðan í ágúst.
Skólastjóri Ásgarðsskóla segir það hafa komið flatt upp á sig þegar hún heyrði um fyrirætlanir Reykjavíkurborgar um að taka yfir fjarnám elstu bekkja grunnskóla. Hún gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi.
Nýtt húsnæði undir geðsvið Landspítalans er hvergi að finna í nýrri fjármálaáætlun og óljóst er hvar það verður.
Landris er hafið á ný í Svartsengi eftir stutt eldgos. Óvenjumikil jarðskjálftavirkni hefur verið eftir gosið.
Framkvæmdastjóri Carbfix vonast eftir að ná betra samtali við Húsvíkinga en Hafnfirðinga þar sem verkefnið mætti mikilli andstöðu.