Stríðsrekstur minnir á þjóðarmorð, húsnæðisstuðningur lagður af, hlé á árásum á Úkraínu, bygging meðferðarheimilis svæfð.
Utanríkisráðherra fordæmir loftárásir Ísraelshers á Gaza í nótt sem bundu enda á tveggja mánaða vopnahlé. Hún tekur undir með Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, að stríðsrekstur Ísraela á Gaza beri öll einkenni þjóðarmorðs.
Húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga verður lagður af um næstu mánaðamót. Fjögurhundruð fimmtíu og eitt heimili nýtti sér stuðninginn í síðasta mánuði.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa samþykkt hugmyndir um að Rússar og Úkraínumenn geri hlé á árásum á innviði og orkumannvirki næstu 30 daga. Þá eiga friðarviðræður að halda áfram án tafar.
Nærri þrjú hundruð blaðsíður af gögnum varpa nýju ljósi á hvers vegna nýtt meðferðarheimili fyrir börn hefur enn ekki risið í Garðabæ. Bygging heimilisins virðist hafa verið svæfð þegar Barnaverndarstofa var lögð niður.