Breytingar á stuðningi ríkisins við Grindvíkinga og sex í gæsluvarðhaldi vegna andláts í síðustu viku
Lögregla hefur fengið margar ábendingar frá almenningi sem tengjast rannsókn á manndrápi í síðustu viku. Sex eru í gæsluvarðhaldi.
Stuðningur ríkisins við Grindvíkinga breytist um mánaðamótin. Áfram er búist við að gosið geti á Sundhnúksgígaröðinni með litlum fyrirvara og hættumat er óbreytt. Truflun á mæli benti til þess að skjálftavirkni hefði færst austar en áður, en hún er áfram á sömu slóðum.
Dómsmálaráðherra segir enn stefnt á að byggja nýtt fangelsi á Litla Hrauni. Málið hafi tafist vegna tíðra ráðherraskipta og áherslu síðustu stjórnar á útlendingamál.
Samdráttur Bandaríkjastjórnar í þróunaraðstoð gæti dregið milljónir til dauða að mati framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Kosningar í rektorskjöri Háskóla Íslands hefjast í fyrramálið. Sjö eru í framboði og tæplega fimmtán þúsund á kjörskrá.