Strætó til Keflavíkurflugvallar, kosningar í Bandaríkjunum, heimilisofbeldi og óvænt barnsfæðing
Vegagerðin segir þörf á stefnumarkandi ákvörðunum og fjármagni til að bæta þjónustu Strætó við Keflavíkurflugvöll. Hún geti ekki tekið þátt í útboði, líkt og forstjóri Isavia lagði til.
Þolendur heimilisofbeldis eru líklegri til að finna fyrir einkennum kvíða og þunglyndis en aðrir. Fimmtungur kvenna og tíundi hver karlmaður hafa verið beitt heimilisofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn.
Það fjölgaði óvænt um einn í fjölskyldu í Mosfellsbæ í síðustu viku - án þess að nokkur hefði haft hugmynd um að barn væri á leiðinni.
Rússar segjast hafa umkringt úkraínska hermenn í Pokrovsk í Donetsk-héraði. Úkraínumenn neita því en segjast veita árásum mótspyrnu. Nái Rússar Pokrovsk aukast líkur á að þeir leggi undir sig Donetsk-hérað.
Og Sýn hefur dregið úr FM-útsendingum á landsbyggðinni, á útvarpstíðni sem áður tilheyrði Exinu níu sjö sjö og Léttbylgjunni heyrist nú ekkert utan höfuðborgarsvæðisins.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson