Síðdegisútvarpið

Óveður í Bandaríkjunum, staðan á skíðasvæðunum, kakkalakkar, danska konan og handbolti

Margrét Marteinsdóttir og Siggi Gunnars höfðu umsjón með þættinum.

Miklar vetrarhörkur eru í fjölda ríkja Bandaríkjanna, allt frá Nýju Mexíkó í suð-vestri til ríkjanna sem tilheyra svæðinu Nýja-England í norð austri. Um milljón íbúa eru án rafmagns í suðurríkjunum, þar sem Tennesse, Missisippí, Louisiana og Texas hafa orðið verst úti.

Óveðrið hefur raskað samgöngum verulega en yfir 11.000 flugferðum var aflýst í gær. Það átti til mynda við um allar flugferðir frá Íslandi til Bandaríkjanna. Íbúar höfuðborgarinnar, Washington DC, hafa ekki farið varhluta af óveðrinu og þar er Logi Bergmann Eiðsson búsettur. Logi og Hrafnhildur Hólm, dóttir hans voru á línunni. Hún var heima því skólahald í borginni féll niður í dag.

Hér heima hafa hins vegar verið óvenjulega mikil hlýindi og skemmst er minnast þess hiti fór mest upp í 19 gráður á aðfangadag. Hlýindin hafa þó í för með sér skíðasvæði Höfuðborgarbúa eru lokuð. Einar Bjarnason rekstrarstjóri í Bláfjöllum segir stöðuna ömurlega fyrir þau sem vilji skíða. Við hringdum í Einar og slógum síðan á þráðinn til Brynjars Helga Ásgeirssonar sem er forstöðumaður Hlíðarfjalls en þar er opið og mikið stuð.

Atvinnuleysi hefur aukist, mæltist 4,4 prósent í byrjun janúar en var 3,8 prósent á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi mælist vanalega mest í janúar og febrúar því þá er minna gera í byggingariðnaði og ferðþjónustu. Við í Síðdegisútvarpinu skoðuðum í dag atvinnuauglýsingar til sjá hvernig störf er verið auglýsa. Á Alfreð mátti meðal margra annarra starfa sjá auglýst laust starf í vaktavinnu á bílaþvottastöð í Reykjavík, framtíðarstarf á leikskóla á Egilsstöðum. Þar var auglýst eftir vélvirkja á vinnustað í Garðabæ og lögfræðingi á sviði virðisaukaskatts.

Við sáum í fljótu bragði ekki auglýst eftir H Z á bát, hvorki á línu net eins og í texta Bjartmars Guðlaugssonar en Anna Katrín Halldórsdóttir sagði okkur meira um stöðuna á atvinnumarkaði. Hún er öllum hnútum kunnug á starfatorginu enda framkvæmdastjóri hjá Alfreð.

Húskakkalakkinn hefur líklega náð varanlegri fótfestu á Íslandi. Hann hefur undanfarin árum fundist í Reykjavík en einnig meðal annars á Þingeyri, Siglufirði, Húsavík, Vopnafirði og Neskaupstað. Við töluðum um kakkalakka við Ólaf Inga Heiðarsson, teymisstjóra hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur.

Siggi Gunnars fjallaði um Trine Dyrholm og tónlistina í þáttunum Danska konan.

Þjóðin hefur heldur betur farið á hliðina yfir góðu gengi strákanna okkar á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram um þessar mundir. Í því samhengi nefna 67% landsmanna fylgdust með leik Íslands og Ungverja hér á RÚV í síðustu viku. Mótið er þessu sinni haldið í Svíþjóð, Danmörku og Noregi en strákarnir okkar lönduðu einmitt fræknum sigri gegn gestgjöfunum Svíum í gær eins og flestir væntanlega vita.

En hvernig er almenn stemning fyrir handboltanum í Svíþjóð? Er þjóðin fara á hliðina eins og við hér á Íslandi. Jón Óðinn Waage eða ÓDI eins og hann er oftast kallaður, sem búsettur er í Dagersfors í Svíþjóð var á línunni.

Frumflutt

26. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,