Síðdegisútvarpið

Ísfólkið og Ormstunga á sviðum leikhúsanna, Laugarnestangi friðlýstur, vinskapur Willie Nelson og sögulegar Óskarstilnefningar.

Það voru Margrét Marteinsdóttir og Kristján Freyr sem héldu utan um stýrið þessu sinni.

er búið friðlýsa Laugarnestanga í Reykjavík. Umhverfisráðherra gerði það formlega við athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Við í Síðdegisútvarpinu ræddum við Þuríði Sigurðardóttur söngkonu og myndlistarkonu en hún ólst upp í Laugarnesbænum og hefur lengi barist fyrir verndun Laugarnestanga

Þjóðleikhúsið frumsýnir á laugardaginn glænýjan íslenskan söngleik, Ormstungu,sem byggður er á Gunnlaugs sögu ormstungu, sígildri sögu sem er í senn spennandi, fyndin og hjartnæm. Höfundarnir eru af yngstu kynslóð leikhússlistafólks og með glæsilegum hætti vinna úr menningararfi okkar í nútímalegu og heillandi formi, og í stað gömlu baðstofunnar þá eru þeir Gunnlaugur, Hrafn Önundarson og Helga fagra bösta rímur. Aðalleikararnir Kristinn Óli Króli Haraldsson og Jakob van Oosterhout litu við í Síðdegisútvarpinu.

Nýlega var frumsýnt í þjóðleikhúsinu í Osló leikrit sem byggt er á bókum Margit Sandemo um Ísfólkið. Sýningin hefur slegið í gegn og fengið góða dóma. Það er víst þéttsetinn bekkur á öllum sýningum en það eru aðallega konur sem mæta. Sunna Kristjana Zophaniasdottir, verkfræðingur í gangnagerð sýninguna á dögunum en hún hefur búið í Osló í tæpan aldarfjórðung. Við slógum á þráðinn til Sunnu Kristjönu í Osló.

Í framhaldinu rifjuðum við upp æðið sem varð í kringum útgáfu Ísfólksins á Íslandi fyrir um fjörutíu árum en fyrsta bókin kom út árið 1982. Ein þeirra sem hámlas bækurnar var Sigþrúður Gunnarsdóttir sem er framkvæmdastjóri Forlagsins og hún rifjaði þennan tíma upp í Síðdegisútvarpinu.

Kolbrún Sveinbjörnsdóttir er afar reynslumikil söng- og tónlistarkona sem komið hefur víða við á löngum og fjörugum ferli. Hún söng með fjölda hljómsveita á dansstöðum borgarinnar og víðar á seinni hluta síðustu aldar. Kolbrún var varla tvítug þegar hún hóf koma fram hverja helgi með Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar á Ísafirði, svo fylgdu Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar, Heiðursmenn, Búbót og fleiri þar sem hún skemmti á Þórscafé, Broadway, Hótel Örk og víðar. Kolbrún sendi okkur glænýtt lag á dögunum en hún er einnig frábær sögukona og kom í Síðdegisútvarpið og sagði meðal annars skemmtilegar sögur af engum öðrum en Willie Nelson en hann er einn af hennar uppáhalds tónlistarmönnum en líka vinur hennar. Hún hitti Willie Nelson rétt undir aldamót og hefur haldið vinatengslum æ síðan.

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar í dag og segja kvikmyndin Sinners hafi komið, séð og sigrað Óskarstilnefningarnar í ár með 16 tilnefningar - sem er met. Svo verður teljast harla óvenjulegt hryllingsmynd vekji svo mikla athygli akademíunnar og því um sögulegan atburð ræða. Til kryfja kvikmyndatíðindi dagsins fengum við Ragnar Eyþórsson sjónvarpsframleiðanda og kvikmyndaunnanda til okkar.

Frumflutt

22. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,