Sýn þarf að segja upp starfsmönnum á fréttastofu samhliða fækkun sjónvarpsfréttatíma en ekki þarf að grípa til fjöldauppsagna, segir forstjóri Sýnar. Rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla sé ósjálfbært og stjórnvöld þurfi að grípa til aðgerða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins um kvöldfréttir Sýnar kom til okkar.
Nýlega var sagt frá því að Sjávarklasinn hafi fengið rausnarlegan styrk úr góðgerðarsjóði Walton-fjölskyldunnar, sem stendur á bak við Walmart. Þetta er stærsti styrkurinn sem Sjávarklasinn hefur nokkru sinni fengið. Til okkar í dag mætir Þór Sigfússon, stofnandi og hugmyndasmiður Sjávarklasans.
Kappaksturinn í Las Vegas um síðustu helgi sneri heimsmeistarakeppninni á hvolf, þegar báðir McLaren-bílarnir voru dæmdir úr leik. Þeir Lando Norris og Oscar Piastri aka fyrir McLaren sem hefur verið með lang besta bílinn í ár. Þeir hafa báðir haft forystu í stigatöflunni. Piastri hafði forystuna í allt sumar en síðan í ágúst hefur Norris unnið hratt á og er nú með aðra hönd á sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Birgir Þór Harðarson Formúluáhugamaður var á línunni
Nægjusamur nóvember er að líða undir lok og í dag er bjartur föstudagur. Ragnhildur Katla Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Landvernd kom til okkar.
Ísland vann Ítalíu ytra í HM karla í körfubolta í gærkvöld. Liðin eru með Bretlandi og Litháen í riðli og komast þrjú efstu liðin í aðra umferð. Næsti leikur er á sunnudaginn hér heima þegar við mætum bretum. Benedikt Rúnar Guðmundsso körfuboltasérfræðingur var á línunni hjá okkur
Ísland mætir Serbíu í öðrum leik sínum á HM kvenna í handbolta í kvöld. Þau ræddu leikinn við okkur þau Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Helga Margréti Höskuldsdóttur
Fyrstu fjórir þættirnir í fimmtu og síðastu seríunni af Stranger Things lentu á Netflix í gær. Á tímibili hrundi streymisveitan vegna álags en er víst komin í lag aftur.
Það ætla því væntanlega margir að koma sér vel fyrir í sófanum um helgina með Eggos og Dr. Pepper og háma í sig þeættina. Næstu þrír þættir verða gefnir út á jóladag, 25. desember, og lokaþátturinn kemur út á gamlársdag.