Síðdegisútvarpið

Svanhildur Hólm eldar lambahrygg á þakkargjörðarhátíð, atvinnuþáttaka fólks 55 ára og eldri, og körfubolti

byrjuðum á vettvangi dagsins og heyrðum í Grétari Þór Sigurðssyndi fréttamanni okkar á RÚV en hann hefur fylgst með heimsókn Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO sem er hér á landi í vinnuheimsókn.

Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifaði áhugverðan pistli á FB á dögunum um atvinnuþáttöku fólks sem er 55 ára og eldri en Ragnheiður hefur verið í atvinnuleit í rúma 8 mánuði og segir staðalímyndin um eldra fólk fylgi ekki tækni og þekking þess úrelt of útbreidd.

Þakkargjörðarhátíðin er í dag og tilefni af því hringdum við í sendiherra Íslands í Bandaríkjunum Svanhildi Hólm Valsdóttur og spurðum hana út í þessa miklu hátíð þar ytra.

Hópur foreldra barna með sérþarfir hefur sameinast í baráttu fyrir réttlátri og skilvirkri þjónustu fyrir börn sín og stofnað vefsíðuna bidlisti.is. Tvær af stofnendum hópsins Vigdís Gunnarsdóttir og Þuríður Sverrisdóttir komu til okkar.

Tyrkneska liðið Samsunspor, sækir Breiðablik heim í Sambandsdeildinni á Laugardalsvöll í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn Logi Tómasson er í Samspunspor og mætir hann því Blikum í dalnum í kvöld. Einn þeirra sem ætlar mæta á völlinn er Tómas Hermannsson pabbi Loga og við heyrðum í honum.

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar fyrsta leik sinn í undankeppni HM í kvöld. Andstæðingarnir eru Ítalir á útivelli en það fór vel síðast þegar liðin mættust en þá vann íslenska liðið óvæntan sigur. Við hituðum upp fyrir leikinn og heyrðum í Matthíasi Orra Sigurðarsyni körfuboltasérfræðingi RÚV en hann lýsir leiknum í kvöld.

Frumflutt

27. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,