Síðdegisútvarpið

Hipsumhaps,Gufunesið og Eva Laufey með öll trixin í bókinni við að elda kalkún

Í gær birtist á Vísi grein eftir Elliða Vignisson bæjarstjóra í Ölfusi undir yfirskrftinni: 34 milljónir fyrir póstnúmerið. Þar fjallar hann um hversu vön við erum háu fasteignaverði og mörg okkar haldi hátt fasteignaverð lögmál. Elliði vill meina í sumum sveitarfélögum hægt lifa mannsæmandi lífi án þess fasteignaverð ævilangur klafi. Eilliði var á línunni

Í gær fengum við til okkar þau Símon og Fannýju sem bæði eru búsett í Gufuneshverfinu hér í Reykjavík. Þau töluðu um upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis því þar séu almenningssamgöngur af skornum skammti og bílastæði í boði. Mikil gremja er meðal íbúa hverfissins sem margir hverjir keyptu íbúðir í hverfinu í þeirri von þeir gætu lifað bíllausum lífsstíl. Við ræddum Gufunesið við einn af hugmyndasmiðum hverfisins hann Runólf Ágústsson og spurðum hann út í hugmyndafræðina á bakvið uppbyggingu þessa hverfi fyrir bíllausan lífsstíl, hvernig skipulagið átti vera og um stöðuna sem er á framkvæmdinni.

Í vikubyrjun fjarlægði tónlistarmaðurinn Fannar Ingi Friðþjófsson, betur þekktur sem Hipsumhaps, alla tónlistina sína út af streymisveitum. En hvers vegna gerir hann þetta ? Fannar Ingi var á línunni beint frá Manchester á Englandi.

Heimsmeistaramót kvenna í handbolta hófst í dag með leik heimakvenna, Þýskalands og íslenska liðsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RUV en upphitun hefst kl. 16:20 Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sendi okkur rjúkandi heitt viðtal við þjálfara íslenska landsliðsins, Arnar Pétursson rétt fyrir leik.

Fyrr í vikunni var fjallað um það í fjölmiðlum vitað til þess á síðasta ári hafi fæðist hér landi níu börn án aðkomu fagfólks og er fæðingum án nokkurar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks því fjölga. Formaður Félags ljósmæðra segir um tískufyrirbriðgi ræða og dæmi séu um áhrifavaldar hér á landi mæli með þessari aðferð. Við ræddum við Elísabet Heiðarsdóttir leiðtoga ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sem segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd vilji hitta allar konur sem eiga vona á barni hér á landi, sama hvernig þær síðan kjósa fæða börn sín.

Á morgun er Þakkargjörðarhátíðin, hátíð sem haldin er hátíðleg víða og þá ekki síst í Bandaríkjunum. Margir hér heima gera sér líka glaðan dag á þessum degi og nota tækifærið og elda alvöru þakkargjörðar máltíð. Sjónvarpskokkurinn og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran kom til okkar á sjötta tímanum og við fengum nokkur góð ráð frá henni fyrir þá sem ætla elda kalkún og með því á morgun.

Snæfríður Ingadóttir hitar upp fyrir fyrir uppisandið Konur þurfa bara á Græna hattinum á morgun. Snæfríður verður sjálf með uppistand líkt og Auðbjörg og Sóley sem troða upp með Konur þurfa bara en Snæfríður húllar á meðan hún reitir af sér brandarana. Snæfríður sagði okkur frá.

Frumflutt

26. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,