Síðdegisútvarpið

Gervigreind í netárásum, fæðingarsögur feðra, íbúar í Gufunesi ósáttir við aðgengismál

Eins og við fjölluðum um í gær þá eru í gangi tvær undirskriftasafnanir á ísland.is er varða klukkuna á Íslandi. Önnur er um það klukkan á Íslandi verði leiðrétt og færð aftur um eina klukkustund hin er um klukkunni á Íslandi verði haldið óbreyttri til vernda síðdegisbirtu. Erlendur S. Þorsteinsson stærðfræðingur vill halda klukkunni óbreyttri og bendir á ýmis rök er styðja það og hann kom til okkar í dag.

Í fréttum á stöð 2 í gær og síðar á Vísi í dag er sagt frá því Íbúar í Gufunesi í Reykjavík upplifi sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir hafa verið sektaðir fyrir leggja ólöglega. Við heyrum betur af þessu máli og þau komu Símon Þorkell Símonarson Olsen og Fanný Friðriksdóttir.

Fæðingarsögur feðra er bók sem inniheldur 60 aðsendar sögur frá feðrum af fæðingum barna þeirra. Bókin er hluti af verkefni sem fór af stað árið 2019 og snýr því opna á umræðuna um upplifun feðra af fæðingum. Ísak Hilmarsson er faðir 3ja barna og einn þeirra sem stendur útgáfunni hann kom til okkar.

Við heyrðum í Atla Steini Guðmundssyni

Um fíkniefnabrot í hesthúsi, yfirvofandi styrjöld í undirheimunum í Svíþjóð og Norðmenn og Evrópusambandsaðild

Á föstudaginn stóð netöryggisfyrirtækið Keystrike fyrir fundi undir yfirskriftinni Morgunverður með hökkurum. Þar komu sérfræðingar á sviði netöryggis og alþjóðlegra öryggismála saman og fóru meðal annars yfir það hvernig gervigreind er nýtt til gera nýjar og öflugri tegundir netárása, ásamt því margfalda árásargetu hakkara. Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike og dósent við Emory háskóla í Bandaríkjunum sýndi meðal annars hvernig árásaraðilar nota stuttar upptökur af netinu til búa til mjög sannfærandi djúpfalsanir - þar sem látið er líta út fyrir einstaklingar séu segja eða gera hluti sem eiga ekki við nein rök styðjast.

Við heyrum í Ými í þættinum.

Heimsmeistaramót kvenna í handbolta hefst á morgun og leikur Ísland upphafsleik HM gegn gestgjöfunum í Þýskalandien mótið er líka leikið í Hollandi.

Íslenska landsliðið er á leið á sitt sjötta stórmót. RÚV verður með ítarlega umfjöllun um HM og sýnir yfir 40 leiki beint auk leikja Íslands. Við ræddum við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson og Helgu MArgréti Höskuldsdóttur.

Frumflutt

25. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,