Síðdegisútvarpið

Helgi Björns,haustpeysulag í beinni og Anna Þóra verslunareigandi er ergileg

Við heyrðum af lestrarhátíð barnanna sem fer af stað á morgun en hátiðin er haldin frumkvæði Borgarbókasafnsins og verður í öllum 8 bókasöfnum borgarinnar. Gunni Helga kom til okkar og Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir verkefnastjóri barna og unglingastarfs Borgarbókasafns

Framkvæmdir við Vatnsstíg í miðborg Reykjavíkur hafa staðið yfir allt of lengi mati íbúa- og fyrirtækjaeigienda í miðbænum. Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu er ein þeirra sem skilur ekkert í seinaganginum og svörum borgarinnar og hún kom til okkar.

Föstudagsgesturinn okkar er ekki af verri endanum en það er enginn annar er Helgi Björns, hann kíkti til okkar í kaffi og með því.

Eins fram hefur komið í dag þá er Björk Guðmundsdóttir 60 ára í dag.

Það þarf ekkert deila um Björk er einn áhrifamesti tónlistarmaður landsins fyrr og síðar og sumir segja, megin ástæða þess Ísland varð allt í einu töff og íslensk tónlist spennandi. Árni Matt, tónlistarspekingur hefur fylgst með stúlkunni alveg frá pönkinu til dagsins í dag.

Benni Hemm Hemm og Kórinn flytja nýtt haustpeysulag í beinni útsendingu.

Frumflutt

21. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,