Nú stendur yfir COP 30 sem er Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Það bárust af því fréttir í morgun að yfir 80 ríki vilja að samþykkt verði áætlun um að draga úr notkun jarðefna eldsneytis. En hvað þýðir það ? Við sláum á þráðinn til Belém í Brasilíu og heyrðum í Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis- orku og loftslagsráðherra.
Þann 11. Nóvember sl. Skrifaði Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala á FB síðu sína - Tíu ár - 11.11.2015 kl. 11:11 - Fyrsta skóflustungan að fyrsta húsinu í byggingarlotunni sem nú stendur yfir við Hringbraut -
Þetta risastóra verkefni er í fullum gangi og þótt almenningur sjái ekki í smáatriðum hvað er að klárast hverju sinni er heilmargt og mikið búið að gerast. Gunnar Svavarsson kom til okkar.
Í fyrsta sinn í sögu tölvuleikjaiðnaðar á Íslandi sameinast leikjafyrirtæki landsins á einum stað til að kynna leiki sína. Ekki aðeins þá sem þegar hafa komið út heldur líka þá sem eru í vinnslu.
Viðburður fer fram í Arena Gaming, Smáratorgi 3 Laugardaginn næstkomandi frá kl. 12-16. Ólöf Magnúsdóttir sköpunarstjóri og meðstofnandi hjá Bunkhouse og Halldór Snær Kristjánsson - forstjóri Myrkur Games og formaður íslensku leikjasamtakana kíkja í kaffi.
Fjármögnun fyrir Bergið headspace, stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk, fyrir næsta ár liggur ekki fyrir. Af þessu hafa forsvarsmenn Bergsins miklar áhyggjur og við ræddum stöðuna við Evu Rós Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Bergsins.
Við fengum fólkið á bakvið Krakkaskaupið til okkar, þau Árna Beintein leikstjóra og Guðnýju Ósk Karlsdóttur danshöfund Krakkaskaupsins og aðstoðarframleiðanda og við spurjum hvernig tökur á Skaupinu gangi og hverju krakkarnir og við hin megum eiga von á í ár.
Í dag eru 35 ár síðan gervihljómsveitin Milli Vanilli þurfti að skila Grammy verðlaunum aínum sem nýliðar ársins 1989.
Þá hafði það komið í ljós að Rob Pilatus og Fab Morvan sungu ekki nótu í lögum dúósins, það voru hljóðvers söngvarar sem áttu allar raddir. En voru þeir glæpamennirnir?