Síðdegisútvarpið

Loftlagsráðstefna í Brasilíu,Milli Vanilli og hvar stendur nýr Landspítali?

stendur yfir COP 30 sem er Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Það bárust af því fréttir í morgun yfir 80 ríki vilja samþykkt verði áætlun um draga úr notkun jarðefna eldsneytis. En hvað þýðir það ? Við sláum á þráðinn til Belém í Brasilíu og heyrðum í Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis- orku og loftslagsráðherra.

Þann 11. Nóvember sl. Skrifaði Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala á FB síðu sína - Tíu ár - 11.11.2015 kl. 11:11 - Fyrsta skóflustungan fyrsta húsinu í byggingarlotunni sem stendur yfir við Hringbraut -

Þetta risastóra verkefni er í fullum gangi og þótt almenningur sjái ekki í smáatriðum hvað er klárast hverju sinni er heilmargt og mikið búið gerast. Gunnar Svavarsson kom til okkar.

Í fyrsta sinn í sögu tölvuleikjaiðnaðar á Íslandi sameinast leikjafyrirtæki landsins á einum stað til kynna leiki sína. Ekki aðeins þá sem þegar hafa komið út heldur líka þá sem eru í vinnslu.

Viðburður fer fram í Arena Gaming, Smáratorgi 3 Laugardaginn næstkomandi frá kl. 12-16. Ólöf Magnúsdóttir sköpunarstjóri og meðstofnandi hjá Bunkhouse og Halldór Snær Kristjánsson - forstjóri Myrkur Games og formaður íslensku leikjasamtakana kíkja í kaffi.

Fjármögnun fyrir Bergið headspace, stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk, fyrir næsta ár liggur ekki fyrir. Af þessu hafa forsvarsmenn Bergsins miklar áhyggjur og við ræddum stöðuna við Evu Rós Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Bergsins.

Við fengum fólkið á bakvið Krakkaskaupið til okkar, þau Árna Beintein leikstjóra og Guðnýju Ósk Karlsdóttur danshöfund Krakkaskaupsins og aðstoðarframleiðanda og við spurjum hvernig tökur á Skaupinu gangi og hverju krakkarnir og við hin megum eiga von á í ár.

Í dag eru 35 ár síðan gervihljómsveitin Milli Vanilli þurfti skila Grammy verðlaunum aínum sem nýliðar ársins 1989.

Þá hafði það komið í ljós Rob Pilatus og Fab Morvan sungu ekki nótu í lögum dúósins, það voru hljóðvers söngvarar sem áttu allar raddir. En voru þeir glæpamennirnir?

Frumflutt

19. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,