Við fjölluðum um samgöngumál á Austurlandi og heyrðum í manni sem heitir Erlendur Magnús Jóhannsson en hann vill Fjarðagöng í stað Fjarðaheiðagangna.
Undanfarnar vikur hafa íslensk fyrirtæki orðið vör við mikla fjölgun á svikapóstum. Samkvæmt sérfræðingum hjá hjá netöryggis fyrirtækinu Syndis,er þessi fjölgun aðeins birtingarmynd mun stærri og dýpri ógnar sem er að þróast bak við tjöldin, án þess að margir átti sig á því. Tölvuþrjótar eru að koma sér fyrir inn í íslenskum fyrirtækjum og bíða eftir rétta tækifærinu. Guðjón Ingi Ágústsson rekstrarstjóri og Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggissérfræðingur og forstöðumaður ráðgjafasviðs hjá Syndis komu til okkar.
Á dögunum var umfjöllun í Daily mail um golfparadísina Ísland. Þar voru golfvellir landsins mærðir í hástert og fjallað um hvers vegna Ísland sé óvæntur nýji mest spennandi golf áfangastaður í Evrópu. Við ræddum golfparadísina Ísland við Loga Bergmann umsjónarmann hlaðvarpsins Seinni níu.
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir furðar sig á því hversu lítið er fjallað um þá staðreynd í fjölmiðlum að einmanaleiki fer vaxandi í löndum Evrópu, skv. Skýrslu OECD. Ólafur Þór kom til okkar og við ræddum þessa staðreynd og stöðuna sem upp er komin.
Út er komin bókin Grænland og fólkið sem hvarf. Árið 1408 var haldið brúðkaup í Hvalseyjarkirkju á Grænlandi, í kjölfarið héldu brúðhjónin til Íslands og hefur ekkert spurst til byggðar norræna manna á Grænlandi síðan . Í bókinni veltir sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson upp ráðgátunni um dularfullt hvarf heillar siðmenningar og einnig rekur hann sögu landsins fram á okkar daga. Valur kom til okkar.
Það eru margir sem þekkja til fjölmiðilsins Akureyri.net sem hefur verið til um alllanga hríð. Sl. fimm ár hefur fjölmiðillinn verið undir ritstjórn Skapta Hallgrímssonar blaðamanns. Við hringjum norður og heyruðm í Skapta sem líklega hefur fagnað fimm árunum með kökusneið í dag.