Síðdegisútvarpið

Inga Sæland og gæludýrin, ísl. tónlist í Mexíkó og Þórhallur Gunnarsson

Til stendur leggja fram frumvarp sem heimilar hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum, án þess fyrir liggi samþykki annarra íbúa. Inga Sæland var á línunni hjá okkur

húsaleigulög voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Í tilkynningu frá félags og húsnæðismálaráðneytinu segir nýju lögin auki húsnæðisöryggi í langtíma leigu og gefi fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Við kynntum okkur nánar þær breytingar sem þessi lagasetning hefur í för með sér og ræddum við Dreng Óla Þorsteinsson verkefnastjóra hjá HMS.

Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður og ráðgjafi kemur til okkar í heimsókn í dag en hann stendur í ströngu þessa dagana. Hann setti nýverið í gang Klakinn stúdeó sem er hljóð- og myndver en við ætlum líka tala við hann um

Draumaliðsdeild Alþingis eða Topp 10 listann sem hefur verið gæluverkefni hans undanfarið.

Óhætt er segja íslensk tónlist í forgrunni í Mexíkóborg um þessar mundir en margt af fremsta tónlistarfólki Íslands kemur fram í borginni á næstu dögum.

Herlegheitin hefjast á sunnudaginn þegar Árný Margrét og Of Monsters and Men koma fram á tónlistarhátíðinni Corona Capital, en hátíðin er ein stærsta sem fram fer í rómönsku Ameríku. Í ár munu 225.000 gestir leggja leið sína á hátíðina í næstu vku koma Ásgeir Trausti og Sigurrós fram ásamt fleirum. María Rut Reynisdóttir Framkvæmdastjóri, Tónlistarmiðstöðvarinnar kíkti til okkar.

Við heyrðum í Ósk Sigurðardóttur hjá Rauða Krossinum en á dögunum óskuðu þau eftir hlýjum fatnaði sem gæti komið sér vel fyrir heimilislausa og við spyrjum hvernig fatnað og hvernig á fólk bera sig vilji það styrkja málefnið.

Blað verður brotið í sögu blandaðra bar­daga­lista hér á landi á laugar­daginn með Gla­cier Fig­ht Night sem fram fer í Andrews Thea­ter á Ás­brú. Það er þegar uppselt á þetta fyrsta bardagakvöld sem haldið verður á Íslandi. Við ræddum líka við Bjarka Þór Pálsson MMA þjálfara.

Ung íslensk hjón Keyptu sér hús á Ítalíu á dögunum án þess hafa nokkurn tíma séð eignina með eigin augum. Þau hafa leyft fylgendum sínum fylgjast með ferlinu á samfélagsmiðlinum TikTok.

Stefanía Þórólfsdóttir og Runólfur Bjarki kíktu til okkar.

Frumflutt

14. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,