Til stendur að leggja fram frumvarp sem heimilar hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum, án þess að fyrir liggi samþykki annarra íbúa. Inga Sæland var á línunni hjá okkur
Ný húsaleigulög voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Í tilkynningu frá félags og húsnæðismálaráðneytinu segir að nýju lögin auki húsnæðisöryggi í langtíma leigu og gefi fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Við kynntum okkur nánar þær breytingar sem þessi lagasetning hefur í för með sér og ræddum við Dreng Óla Þorsteinsson verkefnastjóra hjá HMS.
Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður og ráðgjafi kemur til okkar í heimsókn í dag en hann stendur í ströngu þessa dagana. Hann setti nýverið í gang Klakinn stúdeó sem er hljóð- og myndver en við ætlum líka að tala við hann um
Draumaliðsdeild Alþingis eða Topp 10 listann sem hefur verið gæluverkefni hans undanfarið.
Óhætt er að segja að íslensk tónlist sé í forgrunni í Mexíkóborg um þessar mundir en margt af fremsta tónlistarfólki Íslands kemur fram í borginni á næstu dögum.
Herlegheitin hefjast á sunnudaginn þegar Árný Margrét og Of Monsters and Men koma fram á tónlistarhátíðinni Corona Capital, en hátíðin er ein sú stærsta sem fram fer í rómönsku Ameríku. Í ár munu 225.000 gestir leggja leið sína á hátíðina í næstu vku koma Ásgeir Trausti og Sigurrós fram ásamt fleirum. María Rut Reynisdóttir – Framkvæmdastjóri, Tónlistarmiðstöðvarinnar kíkti til okkar.
Við heyrðum í Ósk Sigurðardóttur hjá Rauða Krossinum en á dögunum óskuðu þau eftir hlýjum fatnaði sem gæti komið sér vel fyrir heimilislausa og við spyrjum hvernig fatnað og hvernig á fólk að bera sig að vilji það styrkja málefnið.
Blað verður brotið í sögu blandaðra bardagalista hér á landi á laugardaginn með Glacier Fight Night sem fram fer í Andrews Theater á Ásbrú. Það er þegar uppselt á þetta fyrsta bardagakvöld sem haldið verður á Íslandi. Við ræddum líka við Bjarka Þór Pálsson MMA þjálfara.
Ung íslensk hjón Keyptu sér hús á Ítalíu á dögunum án þess að hafa nokkurn tíma séð eignina með eigin augum. Þau hafa leyft fylgendum sínum að fylgjast með ferlinu á samfélagsmiðlinum TikTok.
Stefanía Þórólfsdóttir og Runólfur Bjarki kíktu til okkar.