Í vikunni var tilkynnt um samkomulag ríkisins við Landsnet og Rarik um uppbyggingu á rafmagnstengingum á Norðausturlandi. Njáll Trausti Friðbertsson, sem var formaður starfshóps um eflingu samfélagsins á Langanesi sem skilaði skýrslu um málið segir samkomulagið mjög í anda þeirra tillagna. Njáll Trausti kom í kaffi.
Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað laugardaginn 15. nóvember 2025. Það er Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda, sem stendur að viðburðinum. Þau Erla Magnúsdóttir, framkvæmdarstýra Ljóssins og Þorsteinn Jakobsson, fjallagarpur, sem mun leiða gönguna, komu til okkar.
Niðurstöður Leiðtogavísitölunnar „Reykjavik Index for leadership“ voru kynntar í dag á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lýkur í Hörpu í dag. Þar kom meðal annars fram að viðhorf til kvenna og karla í leiðtogastörfum í G7 ríkjunum standa í stað eftir samfellda lækkun þrjú ár á undan. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Reykjavík Global Forum, var á línunni.
Fimmtudaginn næstkomandi verða tuttugustu og fyrstu árlegu stórtónleikar Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:30. Gegnum árin hafa landskunnir tónlistarmenn komið fram og hafa þeir ávallt gefið sína vinnu og gert tónleikana að veruleika öll þessi ár. Í ár koma fram meðal annara Emmsjé Gauti, Gissur Páll, Greta Salome, KK og Baggalútur en þeir tóku lagið í beinni hjá okkur.
Það verður Vesen hjá Sjónvarpi Símans á fimmtudaginn en þá verður frumsýndur fyrsti þátturinn í nýrri sjónvarpsþáttaröð, Vesen þar sem grínlandsliðið kemur saman og lætur gammin gjósa. Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA, Anna Hafþórsdóttir og Saga Garðarsdóttir eru meðal leikenda. Leikstjóri er Gaukur Úlfarsson og hann mætti með aðalleikara þáttanna Jóhann Alfreð
Tónlistarmaðurinn og ólympíufarinn, sundkappinn Már Gunnarsson heldur tónleika um helgina í Salnum Kópavogi og Hljómahöll Reykjanesbæ ásamt 30 manna stórhljómsveit frá Manchester. Már Gunnarsson kíkti til okkar og sagði frá tónleikunum, frá lífinu í Manchester og skólanum sínum þar.