Morgunvaktin

Maður málamiðlana og hluttekningar flytur í Hvíta húsið

Joe Biden tekur í dag við embætti forseta Bandaríkjanna. Líklega mætir hann á skrifstofuna strax síðdegis með uppbrettar ermar enda mörg vandasöm verkefni sem greiða þarf úr. Bandaríska þjóðin er klofin í herðar niður, kórónuveirufaraldurinn hefur leikið landsmenn grátt með margvíslegum afleiðingum og samband Bandaríkjanna og fjölda vinaþjóða stirðara en áður eftir Trump-tímann. En hvers vænta næstu fjögur ár? Hvernig forseti verður Joe Biden? Við veltum því fyrir okkur með Kristjáni Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðingi.

Nýr forseti tekur svo við í agnarsmáa Kyrrahafs-eyríkinu Palau á morgun. Hann heitir Surangel Whipps og ætlar meðal annars berjast gegn yfirgangi Kínverja á Kyrrahafi, en Palau á í nánu sambandi við Bandaríkin. Palau er svo eitt þeirra örfáu ríkja sem hafa sloppið alveg við kórónuveirusmit allan faraldurinn og hafa stjórnvöld þar metnaðarfull áform um bólusetja alla þjóðina á næstu vikum - íbúar eru aðeins um átján þúsund. Vera Illugadóttir sagði frá.

Og undir lok þáttar komum við heim og fórum í ferðalag um Norðurland. Þar eru margar náttúruperlur og aðrir spennandi áfangastaðir ferðamanna. Fyrir liggur áætlun um framkvæmdir og uppbyggingu og greining á þörfum og óskum ferðalanga. Hvað vilja ferðamenn helst sjá á Norðurlandi og hvernig er betur hægt koma til móts þá? Ágúst Ólafsson, fréttamaður á Akureyri fór yfir málið með Birni H. Reynissyni á Markaðsstofu Norðurlands.

Tónlist:

Always remember us this way - Lady Gaga

We take care of our own - Bruce Springsteen

Birt

20. jan. 2021

Aðgengilegt til

20. apríl 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.