Morgunvaktin

Þungunarrof, Berlínarspjall og lyfjaþróun

Þungunarrof hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna dóms hæstaréttar Bandaríkjanna. Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir kvensjúkdóma- og fæðingalæknir ræddi þessi mál við okkur.

Leiðtogar G7 ríkjanna funda í Þýskalandi og augu heimsmiðla beinast þangað. Arthúr Björgvin Bollason segir okkur frá ýmsu er varðar fundinn í Berlínarspjalli dagsins, en hann ræðir líka um þýsk stjórnmál og um afmæli einnar frægustu sinfóníuhljómsveitar heims - Berlínarfílharmoníunnar.

Lyfjaþróunarfyrirtækið 3Z rannsakar tilraunalyf við ADHD og svefnleysi og tryggði sér nýverið 265 milljóna króna fjármögnun. Fiskar og nagdýr koma við sögu við lyfjaprófanir fyrirtækisins en Karl Ægir Karlsson, framkvæmdastjóri og prófessor við Háskólann í Reykjavík sagði frá þessu.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Famous blue raincoat - Leonard Cohen

Suzanne - Nina Simone

Vaki vaki vinur minn - Erla Þorsteinsdóttir

Babooshka - Kate Bush

Birt

28. júní 2022

Aðgengilegt til

26. sept. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.