Morgunvaktin

Loftslagsmál, sjómenn, minkar, bókmenntir og skaðaminnkun

Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fór yfir breyttar áherslur Seðlabanka Íslands varðandi loftslagsmál en bankinn hefur gefið út sérstaka yfirlýsingu í loftlagsmálum og skuldbindur sig til tiltekinna aðgerða sem varða bæði bankann sjálfan og fjármálafyrirtækin í landinu. Gunnar segir þessi breytta sýn bankans í samræmi við það sem margir aðrir seðlabankar eru gera. Hér á landi skipti meðal annars máli áherslur og metnaðarfull markmið sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafi sett og aðkoma ungs fólks sem vinnur í bankanum. Loftslagsmálin eru mál málanna og þar þurfi allir koma að. Hlýnun sjávar geti haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg og aurflóð eins og urðu á Seyðisfirði fyrir tæpu ári hafa mikil áhrif.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, fór yfir stöðuna í kjaramálum sjómanna en þing Sjómannasambandsins verður sett í dag. Kjarasamningar hafa verið lausir frá því í desember 2019 og upp úr viðræðum slitnaði í haust. Kjaramálin verða rædd á þinginu og ef það samþykkir grípa til aðgerða gæti verkfall hafist snemma á næsta ári. Á sama tíma og loðnuvertíðin verður í fullum gangi. Öryggismál sjómanna og loftslagsmál verða einnig rædd á þinginu sem stendur í dag og á morgun.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann upp úr klukkan átta og minkamálið stóra í Danmörku var rætt. Mette Frederiksen forsætisráðherra boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til ræða um horfin smáskilaboð. Þar upplýsti hún Barbara Bertelsen, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, hefði ráðlagt sér í júní í fyrra, sem áður en minkamálið kom upp, stilla síma sinn þannig sms-skeytum væri eytt eftir 30 daga. Bogi ræddi einnig um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs en grænlenski rithöfundurinn Niviaq Korneliussen hlaut þau fyrir skáldsöguna Blómadalinn. Það er nafnið á kirkjugarðinum við Tasiilaq. Blómadalurinn fjallar um vanda ungs fólk á Grænlandi og ekki síst tíð sjálfsvíg.

Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun og fyrrverandi verkefnastýra Frú Ragnheiðar og Konukots, sat norræna ráðstefnu í Ósló um síðustu helgi þar sem fjallað var um vímuefnamál með áherslu á gagnreyndar aðferðir á sviði stefnu, löggjafar og skaðaminnkunnar. sögn Svölu eru Norðmenn framarlega í skaðaminnkandi úrræðum og er verið opna viðhaldsmeðferðir með heróíni- og amfetamín-skyldum lyfjum fyrir fólk sem er háð örvandi vímuefnum í æð. Á Íslandi og í Noregi er almennur stuðningur landsmanna við afglæpavæðingu á neysluskömmtun og sýnir rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 60% Íslendinga eru h

Birt

4. nóv. 2021

Aðgengilegt til

2. feb. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.