Morgunvaktin

Hagnaður, óbólusettur knattspyrnumaður og mexíkóskir tónar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir hagnað viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins en hagnaður þeirra nam 60,3 milljörðum króna og jókst umtalsvert á milli ára. Eins var afkoma sjávarútvegsfyrirtækjana mjög góð og greiddu þau eigendum sínum arð upp á 21,5 millj­arða króna. Það var hæsta arð­greiðsla sem atvinnu­greinin hefur greitt til eig­enda sinna á einu ári. Á árinu 2020 greiddu útgerðarfélög lands­ins 17,4 millj­arða króna í opin­ber gjöld. Þar af veiði­gjald upp á 4,8 milljarða króna. Leið­togar G20-­ríkj­anna hafa kom­ist sam­komu­lagi um 15 pró­sent lág­marks­skatt á alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki. Mark­mið skatt­lagn­ing­ar­innar er koma í veg fyrir stór­fyr­ir­tæki á borð við Facebook, Google og Apple nýti sér skatta­skjól þar sem fyr­ir­tækja­skattar eru lágir, svo sem á Írlandi.

Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um ákvörðun þýska knattspyrnumannsins Joshua Kimmichs láta ekki bólusetja sig við kórónuveirunni og áhrif þess á þýska umræðu undanförnu. Í Berlínarspjalli dagsins var einnig rætt um siðbreytingardaginn sem haldinn var hátíðlegur í lúterskum kirkjum í Þýskalandi á sunnudag í tilefni þess Lúther mun á þessum degi, 31. október 1517, hafa hengt andmæli sín við katólskunni á kirkjuhurðina í Wittenberg.

Svana Jóhannsdóttir söngkona var síðan með örnámskeið fyrir hlustendur í mexíkóskri tónlist en í dag er Dagur hinna dauðu. Þá er látinna minnst í Mexíkó og tónlist er ríkur þáttur í hátíðarhöldunum þar í landi.

Tónlist: Black Coffee með Sarah Vaughan, Las Simples cosas með Chavela Vargas, Como quien pierde una estrella með Alejandro Fernandes og Con toda palabra með Lhasa Se Sela.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

2. nóv. 2021

Aðgengilegt til

31. jan. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.