Morgunvaktin

Samskipti Póllands og ESB, Danmörk og ferðamenn á Norðurlandi

Dóra Sif Tynes lögfræðingur þekkir vel til málefna Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. Hún fór yfir samskipti ESB og Póllands eftir stjórnlagadómstóll landsins komst því hluti löggjafar ESB stangist á við pólsku stjórnarskrána. Hún á ekki von á því Pólland gangi úr sambandinu enda er meirihluti pólsku þjóðarinnar fylgjandi áframhaldandi aðild.

Borgþór Arngrímsson er staddur í Danmörku og segir ýmislegt hafi breyst í höfuðborginni á þeim þremur árum sem liðin eru frá því hann flutti heim til Íslands nýju eftir hafa búið í Kaupmannahöfn um árabil. Mikið hefur verið byggt í borginni, einkum á hafnarsvæðum hennar, á undanförnu. Vegna kórónuveirunnar eru margir veitingastaðir í miðborginni enn lokaðir sem og verslanir. Næga vinnu er í Kaupmannahöfn og nágrenni en íbúar hinum megin við Eyrarsundið hafa ekki haft áhuga á þeim störfum sem eru í boði.

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, fréttamaður RÚV á Akureyri, ræddi við Baldvin Esra Einarsson, forstjóra Saga travel, og Ragnheiði Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu Akureyrar, um ferðaþjónustu á Norðurlandi í kjölfar niðursveiflunnar vegna kórónuveirufaraldursins. Sala gengur vel á beinu flugi til og frá Akureyri til útlanda, bæði vilja Norðlendingar fara til Spánar og Hollendingar koma til Akureyrar.

Tónlist: Where can I go without you og Maby It?s Because I Love You Too Much með Peggy Lee. Himmelhunden með Teddy Edelmann og Motherland með Natalie Merchant.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir

Birt

27. okt. 2021

Aðgengilegt til

25. jan. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.