Morgunvaktin

Umfjöllun Þórarins Eldjárns

Þórarinn Eldjárn gaf út nýja bók í vikunni. Bókin nefnist Umfjöllun og þar er finna átta smásögur, bæði stuttar og langar. Þórarinn ræddi bókina og skáldskapinn á Morgunvaktinni í dag. Talið barst hlaupum en Þórarinn er mikill hlaupari og fer yfirleitt út hlaupa þrisvar sinnum í viku, hvort sem hann er staddur í Svarfaðardalnum eða í Reykjavík. Hann stefnir á hlaupa hálft maraþon með Ara syni sínum fyrir 20. september en þeir deila vegalengdinni sín á milli.

Stjórnmálin voru á sínum stað og mættu þau Anna María Sigurðardóttir frá Frjálslynda lýðræðisflokknum og Björgvin G. Sigurðsson frá Samfylkingu og fóru yfir kosningabaráttuna en það styttist hratt í kjördag, 25. september. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Tilgangur dagsins er stuðla forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Í ár er dagurinn helgaður hugtakinu Í kjölfar sjálfsvígs. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir er ein þeirra sem kemur undirbúningi dagsins og hún kom í þáttinn og ræddi ýmsar hliðar sjálfsvíga, ekki síst sorgina sem ekki á sjúkdómsvæða segir Guðrún Jóna.

Tónlist: Farfuglarnir í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Í gegnum holt og hæðir - Hinn íslenski þursaflokkur. Albatross með Fleetwood Mac.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

10. sept. 2021

Aðgengilegt til

9. des. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.