Morgunvaktin

Veðrið var hjartsláttur þjóðarinnar

Afkoma fjarskiptafyrirtækjanna var til umfjöllunar í spjalli um efnahag og samfélag. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir ólíka afkomu þeirra og sölu á ónýttum fjarskiptainnviðum. Hann fór einnig yfir vexti og vaxtaþróun á Íslandi og áhrif þess á afborganir heimila af lánum. Arthúr Björgvin Bollason rýndi í stöðuna í þýskum stjórnmálum en Þjóðverjar ganga kjörborðinu 26. september. Töluverðar sveiflur hafa orðið á fylgi flokkanna þar í landi síðustu vikurnar. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Ströndum, fjallaði um þjóðtrú og veðurfar í meistararitgerð sinni í þjóðfræði og rannsakaði meðal annars alþýðlegar veðurspár Íslendinga fyrr og en veðrið var hjartsláttur þjóðarinnar og er enn þann dag í dag stór hluti af orðræðunni, ekki síst þegar fólk kemur saman og það þarf brjóta múrinn í spjalli manna á milli.

Tónlistin í þættinum: Tondeleyó eftir Sigfús Halldórsson í flutningi Bjarkar Guðmundsdóttur og Tríós Guðmundar Ingólfssonar. Lifes goes one eftir Mikis Theodorakis og Regndropar falla við hvert fet með Engilbert Jensen.

Birt

7. sept. 2021

Aðgengilegt til

6. des. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.