Morgunvaktin

Orkuskiptin gangi of hægt

Snorri Sturluson, höfðinginn mikli, var maður marghamur. Hann skrifaði auðvitaði sín ódauðlegu verk, var sagnameistari, eins og sagt er og ferðaðist auki, makkaði, deildi og barðist. En Snorri var líka stjórnmálamaður, í tvígang var hann lögsögumaður Alþingis og lét til sín taka sem slíkur. Óttar Guðmundsson læknir hefur velt fyrir sér pólitík Snorra og störfum hans á löggjafarsamkomunni og þar með dvöl hans á Þingvöllum. Óttar spjallaði við okkur um Snorra yfir morgunkaffinu.

Í dag eru 40 ár frá því pönduhúnn nafni Tohui fæddist í dýragarðinum í Mexíkóborg, 21. júlí 1981. Þetta var fyrsti pönduhúnninn sem fæddist utan Kína og lifði lengur en nokkra daga. Nokkrir afkomendur og ættingjar þessa sögulega pandahúns búa enn í dag í Mexíkóborg og eru raunar einu pandabirnirnir á jörðinni sem ekki teljast vera í eigu kínverskra stjórnvalda. Fjallað var um Tohui og aðrar pöndur.

Íslendingar hafaalla burði til stórminnka olíunotkun og getum gert það mun hraðar en er stefnt. Raunar er það tiltölulega einfalt fyrir okkur verða sjálfbær um orkugjafa. Þetta er mat Guðmundar Hauks Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra Vistorku, sem segir hindranir í veginum ekki af tæknilegum toga heldur pólitískum. Anna Þorbjörg Jónasdóttir, fréttamaður á Akureyri, ræddi við Guðmund.

Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.

Tónlist:

Ceu Azul ? Ana Gabriela

Samba da Bencao ? Maria Bethania

Reconvexo - Maria Bethania

El Pequeno Panda de Chapultepec ? DCO

Þrjú hjól undir bílnum - Ómar Ragnarsson

Three weels on my wagon ? The New Christy minstrels

Birt

21. júlí 2021

Aðgengilegt til

19. okt. 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.