Morgunvaktin

Atvinnulíf á Seyðisfirði stendur frammi fyrir miklum vanda

Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 30 milljarða króna á síðasta ári. Það hlýtur teljast þónokkuð enda kreppuástand í landinu í fyrra. Þórður Snær Júlíusson rýndi í afkomu bankanna í spjalli um efnahag og samfélag. Við fjölluðum líka um atvinnuástandið en alltof margir hafa verið án atvinnu í alltof langan tíma.

Þótt mjög hafi dregið úr kórónuveirusmitum í Þýskalandi upp á síðkastið stendur ekki til slaka á sóttvarnaráðstöfunum þar, í bili. Því taka forsvarsmenn í atvinnulífinu óstinnt upp, líkt og Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá í Berlínarspjalli. Hann fór líka yfir áhrif faraldursins og ráðstafana vegna hans á eitt og annað í þýsku þjóðlífi, en meðal þess sem dregið hefur úr er bjórdrykkja. Bjór er þjóðardrykkur Þjóðverja og þeim finnst grábölvað ekki fara á krána og ræða málin og kneyfa svolítið öl.

Aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember höfðu víðtæk áhrif á samfélagið í bænum. Ekki er nóg með fólk missti heimili sín og ljóst er búseta á tilteknum svæðum verður ekki heimil þar á heldur stendur atvinnulíf frammi fyrir fjölþættum vanda. Á vegum Austurbrúar sem vinnur ýmsum hagsmunamálum fólks á Austurlandi hefur farið fram greining á vandanum. Jóna Árný Þórðardóttir hjá Austurbrú gerði grein fyrir stöðunni.

Tónlist:

Hveragerði - Bergþóra Árnadóttir

Regnbogans stræti - Bubbi Morthens

Birt

16. feb. 2021

Aðgengilegt til

17. maí 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.