Morgunvaktin

Getur verið sáttaleið að skrá sjávarútvegsfélög á markað

Síldarvinnslan í Neskaupstað verður senn skráð í Kauphöll Íslands. Þetta eru nokkur tíðindi enda er aðeins eitt útgerðarfélag fyrir á almennum hlutabréfamarkaði. Mikil breyting hefur orðið í þessum efnum en um aldamót voru yfir 20 fyrirtæki í veiðum,vinnslu og sölu sjávarafurða á markaði. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir málið í spjalli um efnahag og samfélag. Og fyrst við vorum komin á þessi mið ræddum við líka um áhrif þess gefinn hefur verið út 127 þúsund tonna loðnukvóti - þar af íslensk skip veiða 70 þúsund tonn.

Víða í Evrópu er kuldakast þessa dagana, og bæði kaldara og snjóþyngra í ýmsum höfuðborgum nágrannaríkjanna heldur en í Reykjavík. Snjóa- og kuldakastið hefur haft margvísleg áhrif. Það á ekki síst við í Þýskalandi, eins og Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá í Berlínarspjalli dagsins. Samgöngur eru úr skorðum og veðrið hefur líka haft áhrif á kórónuveirumál.

Í fimmtán ár eða svo hefur okkur gefist kostur á velja af hvaða fyrirtæki við kaupum rafmagn. Rafmagnssala til heimila er frjáls. En er alvöru samkeppni á þessum markaði? Munar einhverju í verði? Við fjölluðum um samkeppni í rafmagnssölu með Sigurði Friðleifssyni hjá Orkusetri.

Tónlist:

Logar - Minning um mann

Don't try to fool me - Jóhann G. Jóhannsson

Birt

9. feb. 2021

Aðgengilegt til

10. maí 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.