Morgunvaktin

Engin ástæða til óttast miklar truflanir á vöruviðskiptum

Von er á niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu í dag. Um hvað snýst málið, hvernig hafa íslensk stjórnvöld brugðist við og hvað er líklegt gerist í kjölfar niðurstöðunnar? Þórdís Ingadóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, kom á Morgunvaktina og fór yfir þessi mál.

Við fögnum fullveldi Íslands í dag, það fékkst 1. desember 1918. Fullveldi er lagahugtak og kveður á um stöðu þjóða; í því felst við ráðum okkur sjálf. En eitt er stjórna eigin málum og annað vera óháð öðrum. Því fer mjög fjarri við séum sjálfum okkur næg. Allt í kringum okkur og hvert sem litið er blasa við innfluttar vörur og varningur. Innlend framleiðsla, jafn ágæt og hún er, stendur aðeins undir brotabroti af lífsnauðsynjum og óþarfa. Við veltum þessari stöðu okkar Íslendinga fyrir okkur klukkan hálf níu, Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í hagsögu Íslands, kom í þáttinn.

Í Berlínarspjalli fjallaði Arthúr Björgvin Bollason um nýafstaðið landsþing AfD flokksins sem fór eiginlega í vaskinn, hann stiklaði á stóru í merkri sögu Friedrich Engels sem fæddist fyrir 200 árum og sagði okkur frá einum vinsælasta þýska sjónvarpsþættinum, Tatort, sem verið hefur á skjánum í hálfa öld.

Tónlist:

Það sem ekki - Helena Eyjólfsdóttir og hljómsveit Finns Eydal

Tondeleyo - Sigfús Halldórsson

Birt

1. des. 2020

Aðgengilegt til

1. mars 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir