• 00:07:38Brynhildur Guðjónsd. - leikárið í Borgarleikhúsinu
  • 00:30:27Hafsteinn Pálsson - tónlistarsafnari

Mannlegi þátturinn

Borgarleikhúsið og Hafsteinn Pálsson í Miðkoti

Við héldum áfram yfirferð okkar um leikhúsin og leikveturinn framundan. Í dag kom til okkar Brynhildur Guðjónsdóttir og hún sagði okkur frá því hvað er á döfinni í vetur í Borgarleikhúsinu.

Hafsteinn Pálsson í Miðkoti á Dalvík er einn öflugasti safnari íslenskrar tónlistar á landinu. Hann hefur ekki tölu á þeim plötum,geisladiskum og kasettum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina en það eru flestar hirslur á heimilinu fullar af þessum dýrgripum. Heilt herbergi í húsinu hans er til dæmis alveg smekkfullt, allar hillur og skúffur og sér vart í veggina. Guðrún Gunnars fór og heimsótti Hafstein í Miðkot, fyrr í sumar.

Tónlist í þætti dagsins:

Kósíkvöld í kvöld / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)

Love for Sale / Ella Fitzgerald (Cole Porter)

Sail on / Regína Ósk (Jóhann Helgason)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

31. ágúst 2023

Aðgengilegt til

31. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,