Mannlegi þátturinn

Kringlan 36 ára, þvottavélavinkill og Margrét lesandinn

Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í Reykjavík þann 13.ágúst 1987 og við rifjuðum upp hvernig þessir fyrstu dagar í Kringlunni gengu fyrir sig með fyrsta framkvæmdastjóra Kringlunnar Ragnari Atla Guðmundssyni viðskiptafræðingi sem var lokkaður í starfið frá Hampiðjunni hvar hann starfaði áður. Þetta stóð í Helgarpóstinum árið 1987 þann 27.ágúst: Kringlan er verslunarmiðstöð af þeirri gerð sem kallast MALL á ensku. Skipulagið er þannig tvær stórar verslanir, sem fullvíst er muni laða til sín mikinn fjölda viðskiptavina, eru settar í sitt hvorn enda. Í þessu tilfelli er um ræða Hagkaup sem leggur undir sig norðurendann og BYKO sem fyllir þann syðri. Við hittum Ragnar í Kringlunni á 36 ára afmæli Kringlunnar.

Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur fyrsta vinkil eftir sumarfrí í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn því sem hann kallar þvælingi og þvottavél. Guðjón útskýrði það betur í vinklinum í dag.

Svo var það lesandi vikunnar, sem hóf aftur göngu sína á mánudögum í þættinum. Í dag var það Margrét Kjartansdóttir, lögfræðingur og samskiptastjóri hjá Úrvinnslusjóði, sem sagði okkur frá því hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.

Margrét talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

In Memoriam e. Alice Winn,

Tengdadóttirin e. Guðrúnu frá Lundi,

Damon Copperhead e. Barbara Kingsolver

Jón Odd og Jón Bjarna e. Guðrúnu Helgdóttur,

Bróðir Minn Ljónshjarta e. Astrid Lindgren,

Austan Eden e. Steinbeck

og Frankenstein e. Mary Shelley

Tónlist í þætti dagsins:

Einu sinni á ágústkvöldi / Magnús Eiríksson og KK (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)

It's Only a Paper Moon / Nat King Cole (Billy Rose, E.Y.Harburg & Harold Arlen)

For Once in my Life / Stevie Wonder (Orlando Murden & Ron Miller)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. ágúst 2023

Aðgengilegt til

14. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,