Frjálsar hendur

Stefán Filippusson bóndi og leiðsögumaður

Illugi Jökulsson fjallar um Stefán Filippusson, sem fæddist 1870 í Fljótshverfi (austan við Kirkjubæjarklaustur) og ólst þar upp. Sjálfur varð hann bóndi í Borgarfirði eystra en var svo mörg sumur leiðsögumaður erlendra ferðamanna um hálendið. Fjöll og firnindi heitir ævisaga hans og í gluggar Illugi í hana í þættinum. Þar segir aðallega frá uppeldi og ættum hans, hræðilegum frostavetri 1880, fjárfelli ógurlegum og Gyðingi sem kom í sveitina kaupa hár. Já, mannshár.

Birt

11. okt. 2020

Aðgengilegt til

13. okt. 2021
Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.