Frjálsar hendur

Veturinn 1940-41 í Reykjavík

Theódór Friðriksson, sjómaður, verkamaður, rithöfundur, aðstoðardyravörður í Alþýðuhúsinu, skrifaði rómaða sjálfsævisögu, Í verum, þar sem hann lýsti hlutskipti alþýðufólks, en svo kom annað bindi, Ofan jarðar og neðan, þar sem hann lýsti meðal annars vetrinum 1940-1941 þegar hann var við dyravörslu á skemmtistað sem breskir hermenn og íslenskt gleðifólk af ýmsu tagi sótti ósleitilega. Illugi Jökulsson les samantekt af þessum lýsingum hans í þættinum. Lýsingarnar eru barn síns tíma, en fullar af skilningi, samúð og húmor.

Frumflutt

18. apríl 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Þættir

,