Frjálsar hendur

Um Stein Steinarr og Steindór Sigurðsson

Theodór Friðriksson rithöfundur er kunnastur fyrir magnaða sjálfsævisögu, Í verum, þar sem hann lýsir hlutskipti alþýðufólks, sjómanna og vermanna á ótrúlega hispurslausan hátt. En hann skrifaði líka aðra sjálfsævisögu árið 1944 um síðari hluta ævinnar, Ofan jarðar og neðan, sem er ekki síður hispurslaus. Hún er raunar svo opinská Steinn Steinarr skáld linnti ekki látum fyrr en hann fékk Theodór til fella út kafla um sig og þá líka skáldbróður sinn Steindór Sigurðsson. Drykkjuskapur en ekki síður ástir koma við sögu! Þessir tveir kaflar eru til í 9 eða 10 sérprentuðum eintökum og eitt barst í hendur umsjónarmanns fyrir stuttu. Kaflinn er lesinn í þættinum. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Frumflutt

10. jan. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Þættir

,