Frjálsar hendur

Undir fönn

Fyrir nokkrum mánuðum var í Frjálsum höndum fjallað um hinn svonefnda Jósef Axfirðing sem bjó um tíma í Ameríku en endaði austur á fjörðum, nánar tiltekið í Norðfirði. Þar hafði hann ráðskonu til áratuga sem Ragnhildur Jónsdóttir hét og fyrir 60 árum skrifaði Jónas Árnason rithöfundur bók með samtölum við hana, þar sem hún segir ekki síst frá sambúð sinni við dýr og náttúru. Bókin nefnist Undir fönn og þar fjallar Ragnhildur af samúð og næmni um jafnt mýs og rottur sem hunda og sauðfé. Á myndinni sjá þau Ragnhildi og Jónas.

Frumflutt

14. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Þættir

,