Frjálsar hendur

Mallory 2

Þetta er framhald næsta þáttar á undan og hér segir frá hinni dramatísku atburðarás þegar George Mallory og Andrew Irvine týndust á Mount Everest í byrjun júní 1924. Aldrei hefur orðið ljóst hvort þeir náðu á tindinn og urðu þar með fyrstir til standa á hæsta stað jarðar. Hvarf þeirra dró mikinn dilk á eftir sér. Hér segir einnig frá þeirri örlagaríku stund þegar lík annars þeirra fannst 75 árum seinna. Hvaða sögu sagði líkið um þeirra hinstu ferð?

Umsjón: Illugi Jökulsson.

Frumflutt

18. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Þættir

,