Hljómsveitin Prefab Sprout var stofnuð í Witton Gilbert í Durham-sýslu á Englandi af bræðrunum Paddy og Martin McAloon. Þeir höfðu spilað saman sem dúett í um það bil ár þegar þeir tóku sér nafnið Prefab Sprout árið 1978.
Árið 1982 gekk Wendy Smith í hljómsveitina. Þau náðu útgáfusamningi hjá Kitchenware Records árið 1983. Hljómsveitin fór til Edinborgar í Skotlandi, með nýjan trommara, Graham Lant, til að taka upp sína fyrstu plötu, Swoon. Platan kom út í mars 1984. Hún hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda og komst í 22. Sætið á breska plötulistanum.
Tónlistarmaðurinn og pródúsentinn Thomas Dolby varð mjög hrifinn af plötunni og tjáði sig um það í útvarpsþætti á BBC. Paddy McAloon, aðallaga- og textahöfundur og leiðtogi hljómsveitarinnar, komst í samband við Dolby og fékk hann til að samþykkja að stýra upptökum á næstu plötu hljómsveitarinnar.
Platan kom út í júní 1985 og hlaut nafnið Steve McQueen. Í Bandaríkjunum var platan þó gefin út undir öðru nafni, Two Wheels Good, þar sem hljómsveitin hafði áhyggjur af því að dánarbú bandaríska leikarans Steves McQueen myndi setja sig upp á móti nafninu. Platan fékk mjög góðar viðtökur og lofsamlega gagnrýni auk þess að ná talsverðum vinsældum víða um heim. Platan hefur lifað lengi og margoft verið talin til betri hljómplatna níunda áratugarins á hinum auk þess að lenda ítrekað á listum yfir bestu plötur allra tíma.
Lögin á plötunni eru í þessari röð
A-hlið:
Faron Young
Bonny
Appetite
When Love Breaks Down
Goodbye Lucille #1
Hallelujah
B-hlið:
Moving the River
Horsin? Around
Desire As
Blueberry Pies
When the Angels
Frumflutt
25. feb. 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.