Vinyll vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er hljómplatan Scary Monsters and super Creeps með enska tónlistarmanninum David Bowie. Platan var fjórtánda hljóðversplata Bowies og hún kom út þann 12. september árið 1980. Hún var tekin upp á þremur mánuðum fyrr á því ári en upptökur fóru fram í Power Station hljóðverinu í New York og Good Earth Studios í Lundúnum, Bowie stjórnaði sjálfur upptökunum í samvinnu við Tony Visconti. Platan var og er töluvert ólík plötunum sem Bowie sendi frá sér á seinni hluta áttunda áratugarins, Low, Heroes og Lodger, sem gjarnan eru kenndar við borgina Berlín. Þar réði tilraunamennskan ríkjum, Scary Monsters er hins vegar aðgengilegri, þótt tónlistin sé í senn ágeng, og stundum ögrandi, platan seldist vel, dómar voru sannarlega jákvæðir og platan almennt álitin eitt af bestu verkum Bowies.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson.
Frumflutt
4. júní 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Vínill vikunnar
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.