Vínill vikunnar

The Housemartins - London 0 Hull 4 - Vínill vikunnar

Vínill vikunnar í þetta sinn er fyrsta hljómplata bresku hljómsveitarinnar The Housemartins, London 0 Hull 4 sem kom út árið 1986. The Housemartins var stofnuð árið 1983 í hafnarborginni Hull á austurströnd Englands. Meðlimir hljómsveitarinnar á þessari plötu voru Paul Heaton, söngur, Stan Cullimore, gítar, Norman Cook, bassi og Hugh Whitaker, trommur. The Housemartins töluðu oft um sig sem fjórðu bestu hljómsveitina frá Hull, þá meintu þeir hljómsveitirnar Red Guitars, Everything but the Girl og The Gargoyles væri sér fremri. Nafn plötunnar vísar einmitt til þessa, London 0 Hull 4, sem átti víst þýða frá Hull væru komnar fjórar góðar hljómsveitir (og þá þeir þar í fjórða sætinu) en frá London kæmi sem sagt engin góð hljómsveit.

A-hlið lagalisti:

1. Happy Hour

2. Get Up Off Our Knees (Paul Heaton, StanCullimore og Ted Key)

3. Flag Day (Paul Heaton, StanCullimore og Ted Key)

4. Anxious

5. Reverends Revenge (án söngs)

6. Sitting on a Fence

B-hlið lagalisti:

1. Sheep

2. Over There

3. Think for a Minute

4. We're Not Deep

5. Lean on Me (Paul Heaton, Pete Wingfield)

6. Freedom (Paul Heaton, StanCullimore og Ted Key)

Öll lögin eru samin af Faul Heaton og Stan Cullimore, nema annað komi fram.

(ATH! Á meðfylgjandi ljósmynd eru fjögur aukalög sem var bætt við þegar platan var gefin út á geisladiski. Í þættinum höldum við okkur við upprunanlegu lögin af vínilplötunni.)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

12. mars 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Vínill vikunnar

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Þættir

,